Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 498 svör fundust

Hvaða rannsóknir hefur Guðbjörg Vilhjálmsdóttir stundað?

Guðbjörg Vilhjálmsdóttir er prófessor í náms- og starfsráðgjöf við Háskóla Íslands. Hún hefur rannsakað áhrifaþætti náms- og starfsvals og mælt árangur af aðferðum í náms- og starfsráðgjöf. Áhrif á náms- og starfsval eru bæði af félagslegum og sálrænum toga. Til að kanna félagslega áhrifaþætti á náms- og starfsval...

Nánar

Hvernig var fjallað um Araba í íslenskum miðaldaritum?

Töluvert er fjallað um Arabíu og Araba í norrænum miðaldaheimildum en flest af því sem þar kemur fram er ættað úr latneskum fornaldarheimildum. Í ítarlegri heimslýsingu Stjórnar, biblíurits sem er frá dögum Hákons V. (1299-1319), er Arabía sögð „hafandi í sér meira reykelsilegan og jurtarlegan ilm og sætleik en fl...

Nánar

Hvað kom út úr rannsóknum á steingervingum sem fundust í Burstarfellsfjalli í Vopnafirði og voru taldir vera af hjartardýri?

Fyrstu niðurstöður rannsókna á beinaleifunum úr Burstarfelli í Vopnafirði birtust í stuttri grein í Náttúrufræðingnum árið 1990, 59. árg., bls.189-195. Þar var því haldið fram að um væri að ræða bein úr einhverju hjartardýri eða dýri af hjartarætt, Cervidae. Stærsta beinið er að því er virðist hluti úr hægra h...

Nánar

Fyrir hvað er Mahatma Gandhi svona frægur?

Mohandas Karamchand Gandhi fæddist í bænum Porbander í Gujarathéraði á Indlandi þann 2. október, 1869. Skólaganga hans hófst í bænum Rajkot en þar gegndi faðir hans stöðu ráðgjafa yfirstjórnanda bæjarins. Á þessum tíma var Indland undir breskri stjórn, en innan landsins voru samt sem áður rúmlega 500 konungdæmi, f...

Nánar

Er 826492640936494683648564845383565 prímtala?

Við ætlum nú ekki að leggja fyrir okkur að svara svona spurningum yfirleitt, enda mundi þá mörgum lesendum fara að leiðast þófið. Við bendum lesendum okkar í staðinn á sérstök vefsetur á veraldarvefnum þar sem fjallað er rækilega um prímtölur og ýmsar aðferðir kringum þær. Við bentum á eitt slíkt vefsetur um dagi...

Nánar

Við hvað er átt þegar sagt er „ekki verður bókvit í askana látið”?

Með orðinu bókvit er átt við þann lærdóm sem fenginn er úr bókum. Máltækið ekki verður bókvit í askana látið er ekki mjög gamalt, tekist hefur að rekja það aftur á miðja 19. öld. Átt er við að lærdóm, fenginn úr bókum, sé ekki hægt að skammta mönnum, þeir verði að hafa fyrir því sjálfir að afla sér hans. Áður fyrr...

Nánar

Eftir hvað langan tíma opna kettlingar augun?

Hér er svarað eftirtöldum spurningum:Eftir hvað langan tíma opna kettlingar augun? Og hvenær á að byrja að gefa þeim kettlingamat? (Sigríður Erla Guðmundsdóttir) Af hverju sjá kettlingar ekkert þegar þeir fæðast? (Fjóla Aðalsteinsdóttir) Kettlingar opna yfirleitt augun einni til tveimur vikum eftir að þeir fæðas...

Nánar

Hvort býður maður góðan dag eða góðan daginn?

Spurningin hljóðaði upphaflega svona: Hvort er rétt að segja Góðan Dag eða Góðan Daginn? Orðið dagur er nafnorð í karlkyni. Góður er lýsingarorð sem beygist sterkt með nafnorði án greinis en veikt með nafnorði með ákveðnum greini. Sterk beyging Veik beyging ...

Nánar

Hver er þumalputtaregla Canakaris?

Hér er væntanlega verið að vísa til þumalputtareglu sem Ronald nokkur Canakaris beitir við val á hlutabréfum. Canakaris þessi stjórnar nokkrum bandarískum verðbréfasjóðum og starfar hjá fyrirtæki sem heitir Montag & Caldwell. Canakaris einbeitir sér að stórum fyrirtækjum, með markaðsvirði umfram þrjá milljarða ...

Nánar

Hversu lítil göt komast hagamýs í gegnum?

Mýs, líkt og rottur, geta verið miklir skaðvaldar í híbýlum fólks, auk þess sem flestum finnst óþægilegt að vita af þeim inni á heimilinu. Það er ekki óalgengt að mýs komi inn í hús hér á landi. Bæði eru það húsamýs (Mus musculus) og hagamýs (Apodemus sylvaticus) og fer að bera meira á þeim þegar kólna tekur í veð...

Nánar

Af hverju er yfirleitt kaldara inn í landi en við strendur?

Hér á landi hagar þannig til að mestan hluta ársins er sjórinn úti fyrir ströndum landsins hlýrri heldur en loftið. Það er aðeins um stuttan tíma á sumrin sem þetta snýst við. Lóðréttur þáttur sjávarhringrásar veldur því að meira kemur að landinu af sjó suðrænnar ættar heldur en norrænnar, á vetrum er það sjór sem...

Nánar

Hvað getið þið sagt mér um L-karnitín sem notað er sem fæðubótarefni?

Karnitín (L-karnitín) er á fyrstu skrefum framleiðslunnar búið til úr amínósýrunum lýsíni og metíoníni í lifur og nýrum Eins og á við um svo mörg efni sem markaðsett eru sem fæðubótarefni þá framleiðir heilbrigður einstaklingur nóg karnitín til að anna eftirspurn. Nokkrar tegundir erfðasjúkdóma geta þó valdið rösk...

Nánar

Hvers vegna er karlkyn kallað hlutlaust eða sjálfgefið?

Kynin þrjú í íslenskri málfræði kallast karlkyn, kvenkyn og hvorugkyn. Þessi heiti gætu vakið þá hugmynd að karlkyn væri eingöngu notað um karla og aðrar karlkyns verur, kvenkyn um konur og aðrar kvenkyns verur og hvorugkyn um annað, það er dauða hluti og hugtök. Það á þó ekki við um íslensku nú á tímum og hefur e...

Nánar

Fleiri niðurstöður